Erlent

Bankarán í Lundúnum

Ránið var framið um hábjartan dag.
Ránið var framið um hábjartan dag. MYND/Vísir

Vopnað bankarán var framið í Lundúnum í kvöld. Var ránið fram í HSBC bankanum við Alton High Street í Hampshire hverfinu. Ræninginn var einn á ferð og kom á bíl á sama tíma og öryggisvörður var að fara með peninga í bankann. Hann hótaði öryggisverðinum með nákvæmri eftirlíkingu af skammbyssu, tók því næst peningasekkinn af honum og lét sig hverfa á braut.

Bíllinn fannst síðan yfirgefinn rétt hjá. Talið er að ræninginn hafi náð umtalsverðri upphæð í ráninu.

Fréttavefur BBC skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×