Erlent

Fiðlur á efnum

Bandaríski fiðluleikarinn Joshua Bell með Stradivariusfiðlu sem metin er á 400 milljónir króna.
Bandaríski fiðluleikarinn Joshua Bell með Stradivariusfiðlu sem metin er á 400 milljónir króna. MYND/Pjetur Sigurðsson

Ný rannsókn bendir til þess að viður sem ítölsku meistararnir Stradivarius og del Gesu notuðu í fiðlur sínar, hafi verið lagður í einhverskonar efnablöndu, sem bætti hljómgæði hans.

Samanburður á hlyn úr fiðlum þeirra og hlyn sem aðrir fiðlusmiðir notuðu sýndi mikinn mun á efnasamsetningu. Hver sem sannleikurinn er í því að fiðlur meistaranna hafi verið á efnum, er víst að þær eru dýrmætari en fiðlur annarra smiða.  Fiðlur Stradivariusar seljast á hundruð milljóna króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×