Erlent

Kaffi er gott fyrir heilsuna

Samkvæmt rannsókninni er betra að fá sér einn svona í staðinn fyrir djúsinn á morgnanna.
Samkvæmt rannsókninni er betra að fá sér einn svona í staðinn fyrir djúsinn á morgnanna. MYND/GVA

Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir.

Hvers vegna þetta er svona vita vísindamenn ekki almennilega en þeir halda að það sé eitthvað efni í kaffi sem jafni blóðsykurmagn líkamans. Sumar rannsóknir gefa meira að segja til kynna að kaffi með koffíni ýti undir efnaskipti líkamans sem hjálpi fólki að grennast. Sykursýki tvö er sjúkdómur sem er tengdur því hversu feitt fólk er.

Þó er ekki mælt með því að fólk fari að þamba kaffi í tíma og ótíma því kaffi getur hækkað blóðþrýsting. Alls voru 12.204 miðaldra manns þátttakendur í rannsókninni sem var í gangi frá 1987 til 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×