Erlent

Pólóníum í ættingja Litvinenkos

Breska lögreglan hefur innsiglað þá staði sem pólóníum hefur fundist á og sjást þeir hér við veitingstaðinn sem Litvinenko og Scaramella snæddu á.
Breska lögreglan hefur innsiglað þá staði sem pólóníum hefur fundist á og sjást þeir hér við veitingstaðinn sem Litvinenko og Scaramella snæddu á. MYND/AP

Leifar af geislavirka efninu pólóníum hafa fundist í kvenkyns ættingja Alexander Litvinenko, hinum fyrrverandi rússneska njósnara, sem var myrtur í síðasta mánuði. Hún er þó ekki talin vera í bráðri hættu þar sem magnið sem í henni fannst var það lítið og var hún ekki lögð inn á sjúkrahús.

Er hún þriðja manneskjan sem efnið finnst í en áður var skýrt frá því að leifar af efninu hefðu fundist í ítalska öryggissérfræðingnum Mario Scaramella og er búist við tilkynningu um ástand hans á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×