Erlent

Um 70 talibanar felldir í Helmand-héraði í gær

MYND/AP

Talsmenn herja Atlantshafsbandlagsins í Afganistan segjast hafa fellt um 70 uppreisnarmenn úr röðum talibana í kjölfar þess að hermönnunum var gerð fyrirsát nærri bænum Musa Qala í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í gær.

Danskir og breskir hermenn voru þar á ferð þegar ráðist var á þá og var kallað eftir aðstoð herþotna í baráttunni. Á bilinu 70-80 talibanar munu hafa fallið en enginn hermaður á vegum NATO eftir því sem talsmenn bandalagsins segja. Stutt er síðan breski herinn gerði samkomulag við uppreisnarmenn um að afganskir hermenn tækju við öryggisgæslu á svæðinu en árásin í gær ýtir undir grunsemdir þess efnis að talibanar herji frá Musa Qala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×