Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík.
Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus.
Þrír aðrir voru í bílunum tveimur. Átta ára bróðir Svandísar er á batavegi eftir slysið en er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Faðir Svandísar og ökumaður hins bílsins slösuðust ekki alvarlega.