Erlent

Geimstöð byggð á tunglinu 2020

Svona sér listamaður NASA fyrir sér að tunglferðir framtíðarinnar eigi eftir að líta út.
Svona sér listamaður NASA fyrir sér að tunglferðir framtíðarinnar eigi eftir að líta út. MYND/AP

Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins.

Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×