Fráleit ásökun um óheiðarleika 5. desember 2006 12:05 Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir. Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir.
Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira