Innlent

Gert ráð fyrir nærri 14 milljarða króna afgangi hjá borginni á næsta ári

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2007 á blaðamannafundi í dag.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kynnti frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2007 á blaðamannafundi í dag.

Gert er ráð fyrir 13,7 milljarða króna hagnaði af rekstri borgarinnar á næsta ári samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem nýr meirihluti í borgarstjórn leggur fram í dag.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mælti fyrir frumvarpinu við upphaf borgarstjórnarfundar sem hófst klukkan tvö í dag. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að útkomuspá geri ráð fyrir rúmlega milljarðs króna halla af rekstri borgarinnar á þessu ári.

Heildartekjur borgarinnar eru áætlaðar um 52 milljarðar króna á næsta ári sem er um þremur milljörðum króna meira en á síðasta ári. Þá er reiknað með að gjöld borgarinnar lækki um ríflega tvo milljaða.

Hins vegar minnka heildareignir borgarinnar um rúma tíu milljarða og skýrist það af sölu borgarinnar á eignarhlut sínum í Landsvirkjun til ríkisins en eins og kunnugt er verður stærstum hluta þess fjár ráðstafað til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Greingargerð með frumvarpinu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×