Erlent

Bush segist ætla fara eftir ráðleggingum

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segist ætla að fara eftir ráðleggingum nefndarinnar.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segist ætla að fara eftir ráðleggingum nefndarinnar. MYND/AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í dag að taka ráðleggingar nefndar um stefnuna í Írak mjög alvarlega. „Þessi skýrsla dregur upp dökka mynd af ástandinu í Írak," sagði Bush eftir klukkustundarlangan fund með nefndarmönnum. Sagði hann jafnframt að allar tillögur hennar yrðu skoðaðar með það í huga að framkvæma þær tímanlega.

Á meðal ráðlegginga í skýrslunni eru tillögur um að efla þjálfunarhlutverk bandaríska hersins stórlega og um leið að draga úr árásarsveitum þeirra. Einnig er mælt með beinum viðræðum við Íran og Sýrland en þessi tvö lönd eru talin hafa stuðlað að þeim mikla óstöðugleika sem er nú í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×