Þetta er besti leikur sem ég hef séð 8. desember 2006 05:27 Steve Nash keyrir hér framhjá Jason Kidd í leik Phoenix og New Jersey í nótt, en þeir áttu báðir stórleik í rimmu sem er þegar orðin sígild NordicPhotos/GettyImages Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli