Erlent

Köngulóarmaðurinn í Mexíkó

Háhýsin í Mexíkóborg freistuðu köngulóarmannsins.
Háhýsin í Mexíkóborg freistuðu köngulóarmannsins. MYND/AP

Lögreglumenn í Mexíkóborg handtóku í gær mann sem hafði klifið eina af hæstu byggingum borgarinnar í leyfisleysi. Maðurinn sem um ræðir heitir Alain Robert og gengur jafnan undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klífur byggingar án nokkurs öryggisbúnaðar.

Segist hann sjálfur hafa klifið fleiri en sjötíu byggingar og þar á meðal Óperuhúsið í Sidney í Ástralíu og Eiffel turninn í París í Frakklandi. Þessi óvenjulegi starfsferill köngulóarmannsins hófst á tólfta aldursári þegar hann læsti sig úti og ákvað að klifra inn til sín - upp á áttundu hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×