Erlent

Hlýjasti vetur í langan tíma

Nær enginn snjór er í ítölsku Ölpunum. Snjórinn á myndinni er gerfisnjór.
Nær enginn snjór er í ítölsku Ölpunum. Snjórinn á myndinni er gerfisnjór. MYND/AP

Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við.

Veðrið hefur því haft mikil áhrif á ferðamannaiðnað í Evrópu og reyna skíðastaðir nú að lokka til sín ferðamenn með gönguferðum frekar en skíðaferðum. Sérfræðingar kenna gróðurhúsaáhrifunum um og segja að þetta sé hæsta hitastig í Ölpunum í ein 1.300 ár.

Þeir segja einnig að hlýnandi veður hafi áhrif á blómstrunartíma ýmissa plantna og jurta og sem dæmi um það má nefna rósirnar í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×