Erlent

Þjóðverjar fá ekki að auglýsa tóbak

Þjóðverjar töpuðu í dag máli sem þeir höfuðuðu til að fá að hafa tóbaksauglýsingar í fjölmiðlum, öðrum en sjónvarpi. Evrópudómstóllinn staðfesti lög um bann við slíkum auglýsingum sem Evrópusambandið og Evrópuþingið höfðu staðfest.

Þjóðverjar töldu að þeir ættu að vera utan bannsvæðisins þar sem 99,9 prósent þeirrar fjölmiðla sem bannið nær til nái ekki útfyrir landamæri ríkisins.

Þjóðverjar vildu bæði leyfa tóbaksauglýsingar og styrki frá tóbaksfyrirtækjum. Dómstóllinn sagði hinsvegar að Þýskaland væri hluti af innri markaði Evrópusambandsins og því gildi bannið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×