Erlent

Ekki ástæða til þess að framlengja gæsluvarðhald

Innanríkisráðherra Bretlands segir að hann hafi ekki enn séð neina ástæðu til þess að framlengja enn frekar þann tíma sem mönnum er haldið í gæsluvarðhaldi, án ákæru. Tony Blair, forsætisráðherra, reyndi á síðasta ári að fá gæsluvarðhald framlengt úr fjórtán dögum í níutíu. Breska þingið fór milliveg og samþykkti framlengingu upp í 28 daga. John Reid, innanríkisráðherra, sagði í dag að hann sæi ekki ástæðu til þess að lengja þann tíma frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×