Erlent

Draga ekki úr olíuframleiðslu

Olíuframleiðsluríkin í OPEC virðist ætla að verða við beiðni neysluþjóða um að draga ekki frekar úr olíuframleiðslu, í vetur, til þess að koma í veg fyrir verðhækkanir sem hefðu neikvæð áhrif á efnahagsþróun í heiminum.

OPEC ríkin framleiða þriðjung af allri olíu í heiminum. Þau koma saman til fundar á fimmtudag, til þess að ræða hvort eigi að draga úr framleiðslu umfram þau 1,2 milljónir olíufata á dag, sem samþykkt var að minnka um í október.

Formaður Libysku nefndarinnar sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að ríkin væru sammála um að olíuframleiðslan væri of mikil, eins og hún er í dag. Engu að síður vildu þau halda að sér höndum um sinn, og væri Saudi-Arabía þar fremst í flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×