Tilboði tekið í Qantas 14. desember 2006 09:33 Ein af vélum Qantas. Mynd/AFP Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira