Erlent

Aftökum í Flórída frestað

Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna. Böðlar ríkisins þurftu að dæla aukaskammti af eitri í líkama hans og virtist hann líða vítiskvalir á meðan aftökunni stóð. Bush segist vilja tryggja að slíkt muni ekki endurtaka sig áður en dauðarefsingar verði teknar upp á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×