Erlent

Ísraelar fallast á liðsauka frá Jórdaníu

Arabar hafa áhyggjur af valdabaráttu Palestínumanna.
Arabar hafa áhyggjur af valdabaráttu Palestínumanna. MYND/REUTERS

Ísraelar hafa fallist á að palestinsk hersveit sem er staðsett í Jórdaníu, verði flutt til Gaza strandarinnar, til þess að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi. Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, kom í óvænta heimsókn til Jórdaníu, í dag.

Olmert kom til landsins til þess að eiga fund með Abdúllah konungi Jórdaníu. Þeir ræddu meðal annars um hinna grimmu valdabaráttu sem nú geisar milli Hamas og Fatah samtaka Palestínumanna, en arabaríin hafa af þeim miklar áhyggjur.

Þótt litlir kærleikar séu með Ísraelum og Abbas, forseta, taka þeir hann þó langt framyfir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í ríkisstjórn Hamas. Það er vegna þess, sem þeir hafa ljáð máls á því að Abbas fái sendan liðsauka frá Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×