Erlent

Bandarískir demókratar innleiða tæpast Kyoto

Ólíklegt er talið að Bandaríkjamenn undirgangist Kyoto bókunina, jafvel þótt Demókratar komist til valda í landinu. Stuart Eizenstat, aðal samningamaður Bills Clintons, í Kyoto, segir að breytingar séu fyrirsjáanlegar í Bandaríkjunum, en Kyoto sé ennþá eins og blótsyrði.

Clinton ákvað á sínum tíma að leggja Kyoto bókunina ekki fyrir öldungadeildina árið 1998, þar sem repúblikanar höfðu þar meirihluta og hann vissi að hún yrði felld. Arftaki hans, George Bush, sneri algerlega baki við Kyoto og sagði að það yrði efnahagslegt sjálfsmorð fyrir landið að samþykkja bókunina án þess að hafa stór þróunarríki eins og Kína, innanborðs.

Eizenstat sagði að þótt demókratar væru meðvitaðri um umhverfismál, væri vonlaust að koma Kyoto í gegnum þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×