Erlent

Al-Kæda býður Bandaríkjamönnum til samninga

Ayman al-Zawahri (th) ásamt Osama bin Laden, leiðtoga al-Kæda.
Ayman al-Zawahri (th) ásamt Osama bin Laden, leiðtoga al-Kæda. MYND/AP

Næst æðsti leiðtogi al-Kæda gaf í dag sterklega í skyn að Bandaríkjamenn ættu að semja við hryðjuverkasamtökin um brotthvarf sitt frá Írak. Það séu þau sem hafi völdin í landinu.

Í myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera, beindi Ayman al-Zawahri orðum sínum beint til Bandaríkjamanna. "Ég vil segja bæði repúblikönum og demokrötum....þið eruð að reyna að semja við vissa aðila til að tryggja brottför ykkar. En þessir aðilar geta ekki fundið ykkur leið út úr Írak.

Það lítur út fyrir að þið þurfið að fara sársaukafulla leið misheppnaðra samninga, þartil þið neyðist til þess að semja við þá sem hafa hin raunverulegu völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×