Erlent

Abramovich segir af sér

Roman Abramovich (2fv) ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, í Íslandsheimsókn sinni.
Roman Abramovich (2fv) ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, í Íslandsheimsókn sinni. MYND/Gunnar V. Andrésson

Roman Abramovich hefur sagt af sér sem ríkisstjóri hins strjálbýla Chukotka héraðs í austur Rússlandi. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og eigandi fótboltaklúbbsins Chelsea. Hann hefur varið hundruðum milljóna dollara í að byggja upp héraðið, og notað náið samband sitt við Pútín forseta í baráttunni við fátækt þar.

Abramovich kom til Íslands fyrr á þessu ári, til þess að kynna sér orkuvinnslu á norðurslóðum, auk annars. Hann átti þá meðal annars fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta. Ekki hefur verið gefin ástæða fyrir afsögn milljarðamæringsins, en einn af talsmönnum hans sagði að takmarkinu í Chukotka hefði verið náð, með miklum fjárfestingum og vinnu. Nú sé það íbúanna að sjá um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×