Erlent

Lokað á peninga handa Hamas

Rafah landamærastöðin
Rafah landamærastöðin

Evrópskir eftirlitsmenn sem halda uppi vörslu á Rafah landamærastöðinni milli Egyptalands og Gaza strandarinnar hafa náð samkomulagi við Ísrael og fleiri aðila um að stöðva peningaflutninga Hamas samtakanna um stöðina. Talið er að Hamas hafi komið um 80 milljónum dollara í gegnum stöðina það sem af er þessu ári.

Hamas segir að peningarnir séu notaðir til þess að halda ríkisstjórninni gangandi, Ísraelar segja að þeir séu notaðir til að styrkja hryðjuverkamenn. Fyrr í þessum mánuði reyndi Ismael Haniyeh, forsætisráðherra ríkisstjórnar Hamas, að koma 35 milljónum króna yfir landamærin, en var stöðvaður.

Saeb Erekat, einn af ráðgjöfum Mahmouds Abbas, forseta, sagði að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefði lofað að stöðva peningasendingar Egyptalandsmegin landamæranna. Þar verða þeir lagðir inn í banka.

Þessi niðurstaða þóknast líklega Ísraelum, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu, sem líta á Hamas sem hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×