Erlent

Valkyrjur í vígahug

Vopnaðar handtöskum sínum lögðu konurnar til atlögu við glæponinn.
Vopnaðar handtöskum sínum lögðu konurnar til atlögu við glæponinn. Úr eftirlitsmyndavél

Þrjár breskar konur, vopnaðar handtöskum sínum, stöðvuðu hættulegan glæpamann sem var á flótta undan lögreglunni, og komu honum undir manna hendir. Maðurinn var eftirlýstur fyrir árásir á þrjá lögregluþjóna, og ólöglegan vopnaburð.

Þegar lögreglan komst á spor hans lagði hann á flótta yfir brú. Það var hinsvegar að fara úr öskunni í eldinn, því á brúnni mætti hann þrem valkyrjum sem réðust á hann og börðu hann með töskum sínum. Hann lagði á flótta frá þeim, til baka yfir brúna og hljóp þar beint í fangið á stæðilegum vörubílstjóra, sem hafði séð konurnar hjóla í hann. Bílstjórinn hélt kauða föstum þartil lögreglan kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×