Erlent

Lennon, John Lennon

John Lennon og Yoko Ono
John Lennon og Yoko Ono

Síðustu tíu skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um John Lennon hafa nú verið gerðar opinberar, og þykja heldur broslegar. Í þeim er ekkert að finna sem ekki var almenn vitneskja á þeim árum, um þennan skelfilega útsendara vinstri aflanna.

Í einni skýrslunni segir að Lennon hafi ýtt undir þá trú að hann væri byltingarsinni, með sumum textanna sem hann samdi. Annarsstaðar segir frá því að hann hafi lofað að styðja "vinstri sinnaða bókabúð" í Lundúnum.

Þá er nefnt viðtal sem Lennon átti við breska "neðanjarðarblaðið" The Red Mole, þar sem hann leggur áherslu á alþýðlegan uppruna sinn og samúð með kúguðu undirmálsfólki í Bretlandi og um allan heim.

Yfir þessum skelfilegu leyndarmálum bjó FBI í 25 ár. Ástæðan fyrir leyndinni var sögð sú að birting skjalanna gæti leitt til hernaðarlegra hefndaraðgerða gegn Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×