Erlent

Rússar loka fyrir allt gas til Georgíu

Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu loka fyrir allt gas til nágrannaríkisins Georgíu hinn fyrsta janúar næstkomandi. Það verður gert vegna þess að Georgía vill ekki una við einhliða ákvörðun Rússa um að rúmlega tvöfalda verðið á gasi.

Talsverð spenna er á milli Rússlands og Georgíu, vegna þess að yfirvöld í hinu síðarnefnda landi vilja auka tengsl við vesturlönd. Georgíumenn segja að verðhækkun Rússa eigi sér pólitískar rætur. Evrópusambandið hefur talsverðar áhyggjur af því hvernig Rússar nota gas sitt sem pólitískt vopn, en um þriðjungur af gasþörf Evrópu er sóttur til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×