Erlent

Hungur á tímum allsnægta

Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar.

Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. Páfi sagði að á þessari miklu hátíð leyfði hann sér að vona að sjá mætti fram á varanlegan og réttlátan frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Almennt sagði hann að svo virtist sem mannfólkið hefði náð langt en að það væri tálsýn.

"Fólk heldur áfram að deyja úr hungru og þorsta, sjúkdómum og fátækt, á þessum tímum allsnægta og neyslu," sagði Páfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×