Erlent

Óvarlegt að senda Harry prins til Íraks

Harry prins
Harry prins MYND/AP

Mikil umræða er um það í Bretlandi hvort rétt sé að Harry prins fari til Íraks, með hversveit sinni, sem verður send þangað næsta vor. Harry er sagður leggja mikla áherslu á að fylgja félögum sínum, en varnarmálaráðuneytið segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun þar um ennþá.

Það eru nýleg fordæmi fyrir því að breskir prinsar fari í stríð, þannig tók frændi Harrys, Andrew, þátt í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Þar flaug hann þyrlu og var iðulega í mikilli lífshættu í loftárásum Argentínumanna.

Andstæðingar þess að senda Harry til Íraks segja að aðstæður séu allt aðrar. Fyrir utan að vera sjálfur í lífshættu myndi hann stofna félögum sínum í hættu, þar sem sjálfsmorðs kandídatar myndu flykkjast að eins og mý á mykjuskán, í von um að geta orðið breskum prinsi að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×