Erlent

Fjöldamorðum stjórnað úr fangelsum

Sao Paulo í Brasilíu.
Sao Paulo í Brasilíu.

Að minnsta kosti átján manns létu lífið í árásum glæpagengja í Ríó de Janeiro, í Brasilíu, í morgun. Talið er að glæpamenn í Bangu fangelsinu hafi fyrirskipað árásirnar.

Árásarmennirnir létu skothríð dynja á strætisvögnum og lögreglustöðvum. Meðal þeirra sem létu lífið voru sex sem brunnu til bana í strætisvagni. Árásirnar virtust gerðar af handahófi. Glæpamenn sem sitja í fangelsum í Brasilíu hafa oft mikil völd úti í þjóðfélaginu, og fyrirskipa hryðjuverk ef þeim er á einhvern hátt misboðið.

Í maí létu til dæmis yfir 200 manns lífið í borginni Sai Paulo þegar glæpamenn fyrirskipuðu árásir til þess að mótmæla því flytja átti nokkra helstu foringja þeirra í nýtt öryggisfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×