Erlent

Liechtenstein stækkar

Frá Liechtenstein
Frá Liechtenstein

Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra, eftir nýjar mælingar á landamærum þess. Það þýðir að ríkið er 160 ferkílómetrar. Til samanburðar má geta þess að Ísland er rúmir 104 þúsund ferkílómetrar. Tveir þriðju hlutar Liechtensteins eru fjallendi.

Liechtenstein liggur milli Sviss og Austurríkis og er með auðugustu ríkjum í heimi. Íbúar þar eru um 35 þúsund talsins. Liechtenstein er furstadæmi og þjóðhöfðingi þar er Hans-Adam annar, fursti. Landið fékk sjálfstæði árið 1806.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×