Erlent

Forstjóri IKEA talar af sér

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA talaði af sér þegar hann hélt ræðu á jólahátíð verslanakeðjunnar, í síðustu viku. IKEA hefur það fyrir sið að segja ekki frá hagnaðinum en Kamprad upplýsti að á síðasta ári hefði hann verið um 250 milljarðar króna.

Kamprad nefndi reyndar ekki þá upphæð, en hann sagði hvað fyrirtækið hefði borgað í skatta, og þá var auðvelt að reikna út hagnaðinn.

Líklega hefur enginn skammað gamla manninn fyrir að tala af sér, en upplýsingafulltrúi IKEA vildi engar frekari upplýsingar gefa. Umsvif IKEA hafa fjórfaldast á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×