Erlent

Saddam og böðlarnir skiptust á fúkyrðum

Saddam Hussein skömmu áður en hann var hengdur.
Saddam Hussein skömmu áður en hann var hengdur. MYND/AP

Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á netið. Það virðist tekið á farsíma, því myndirnar eru ekki mjög skýrar.

Hinsvegar má heyra böðlana segja við Saddam; "þú hefur tortímt okkur, þú hefur drepið okkur. Þín vegna lifum við í fátækt." Og Saddam svarar; "Ég hef bjargað ykkur frá fátækt og eymd og tortímt óvinum ykkar, Bandaríkjamönnum og Persum."

Böðlarnir segja; "Guð fordæmi þig," og Saddam svarar um hæl; "Guð fordæmi þig." Síðan byrjar leiðtoginn fyrrverandi að þylja bænir, þartil fallhlerinn opnast og snaran stöðvar hann í miðri setningu.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×