Leysir ekki vanda sundraðs Íraks 3. janúar 2007 06:00 Myndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér. Á myndunum fer ekki milli mála að Írakarnir sem framfylgja dauðadóminum eru sjía-múslimar. Sú staðreynd er olía á eld trúflokkaátakanna í landinu og eykur líkurnar á því að minnihluti súnní-araba líti svo á að Saddam hafi dáið píslarvættisdauða. Að minnsta kosti er ljóst að aftakan sameinar ekki hina sundruðu þjóð sem hann drottnaði yfir sem miskunnarlaus einræðisherra í áratugi. Hengingin eykur frekar hættuna á að hatursfull átök ólíkra fylkinga Íraka verði að taumlausu borgarastríði. Í stjórnartíð Saddams nutu súnní-arabar, sérstaklega ættmenni harðstjórans frá Tikrit, forréttinda en sjíar og kúrdar (sem eru reyndar súnní-múslimar) sættu ofsóknum og harðræði. Hann dreymdi um að verða leiðtogi hins arabíska heims, eða arabísku þjóðarinnar eins og það hét í áróðri Baath-flokks hans. Þessi draumur varð að martröð fyrir Írak. Hann átti stóran þátt í að Saddam hóf stríð við Íran árið 1980, svo og í innrásinni í Kúveit 1990. Ástæðuna fyrir hinni harkalegu niðurbælingu sjía-múslima má eflaust að miklu leyti rekja til ótta Saddams um að þeir reyndu að steypa sér af stóli og sjía-klerkarnir í Teheran myndu hjálpa til við það. Helzta stjórntæki Saddams var ótti. Margir þeirra sem lifðu í stöðugum ótta í stjórnartíð hans - kúrdar, sjíar og aðrir - fagna því nú skiljanlega að harðstjórinn fyrrverandi sé loks allur. En hættan er sú að harðneskju-stjórnarhættir af því tagi sem einkenndi stjórnartíð hans muni aftur verða ofan á, undir ólíkum formerkjum. Lykilspurningin nú er hvernig rjúfa megi þann vítahring æ meiri borgarastríðsátaka, sem þessi atburðarás er liður í. Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir nær fjórum árum hefur ekki einvörðungu leyst óútreiknanleg sundrungaröfl úr læðingi í Írak, heldur einnig breytt valdajafnvæginu í Mið-Austurlöndum. Írak er nú „útflytjandi óstöðugleika" eins og margir fréttaskýrendur orða það. Klerkarnir í Teheran hafa nú þegar mikil ítök í stjórnmálum grannríkisins og þjóð eins og Sádi-Arabía, þar sem strangtrúaðir súnní-arabar ráða ferðinni, dregur enga dul á að hún vilji koma „bræðrum sínum" í Írak til hjálpar ef aðstæður krefjast þess. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að upplausnarástandið í Írak verði á stuttum tíma að víðtækari deilu sem hrekur mestu olíuframleiðslulönd heims í harkalegan hagsmunaárekstur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er því mikið undir því komið hvernig George W. Bush Bandaríkjaforseti ákveður að breyta Íraksstefnu stjórnar sinnar, en tilkynningar um þá stefnubreytingu kvað vera að vænta á næstu dögum. Lítil von er þó til að sú breytta stefna muni megna að snúa málum til áþreifanlega betri vegar en á horfir. Bush ætti í það minnsta að hafa lært þá lexíu, að lýðræði og réttarríki verður ekki „flutt út" með þeim aðferðum sem hann hefur beitt í Írak hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Myndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér. Á myndunum fer ekki milli mála að Írakarnir sem framfylgja dauðadóminum eru sjía-múslimar. Sú staðreynd er olía á eld trúflokkaátakanna í landinu og eykur líkurnar á því að minnihluti súnní-araba líti svo á að Saddam hafi dáið píslarvættisdauða. Að minnsta kosti er ljóst að aftakan sameinar ekki hina sundruðu þjóð sem hann drottnaði yfir sem miskunnarlaus einræðisherra í áratugi. Hengingin eykur frekar hættuna á að hatursfull átök ólíkra fylkinga Íraka verði að taumlausu borgarastríði. Í stjórnartíð Saddams nutu súnní-arabar, sérstaklega ættmenni harðstjórans frá Tikrit, forréttinda en sjíar og kúrdar (sem eru reyndar súnní-múslimar) sættu ofsóknum og harðræði. Hann dreymdi um að verða leiðtogi hins arabíska heims, eða arabísku þjóðarinnar eins og það hét í áróðri Baath-flokks hans. Þessi draumur varð að martröð fyrir Írak. Hann átti stóran þátt í að Saddam hóf stríð við Íran árið 1980, svo og í innrásinni í Kúveit 1990. Ástæðuna fyrir hinni harkalegu niðurbælingu sjía-múslima má eflaust að miklu leyti rekja til ótta Saddams um að þeir reyndu að steypa sér af stóli og sjía-klerkarnir í Teheran myndu hjálpa til við það. Helzta stjórntæki Saddams var ótti. Margir þeirra sem lifðu í stöðugum ótta í stjórnartíð hans - kúrdar, sjíar og aðrir - fagna því nú skiljanlega að harðstjórinn fyrrverandi sé loks allur. En hættan er sú að harðneskju-stjórnarhættir af því tagi sem einkenndi stjórnartíð hans muni aftur verða ofan á, undir ólíkum formerkjum. Lykilspurningin nú er hvernig rjúfa megi þann vítahring æ meiri borgarastríðsátaka, sem þessi atburðarás er liður í. Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir nær fjórum árum hefur ekki einvörðungu leyst óútreiknanleg sundrungaröfl úr læðingi í Írak, heldur einnig breytt valdajafnvæginu í Mið-Austurlöndum. Írak er nú „útflytjandi óstöðugleika" eins og margir fréttaskýrendur orða það. Klerkarnir í Teheran hafa nú þegar mikil ítök í stjórnmálum grannríkisins og þjóð eins og Sádi-Arabía, þar sem strangtrúaðir súnní-arabar ráða ferðinni, dregur enga dul á að hún vilji koma „bræðrum sínum" í Írak til hjálpar ef aðstæður krefjast þess. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að upplausnarástandið í Írak verði á stuttum tíma að víðtækari deilu sem hrekur mestu olíuframleiðslulönd heims í harkalegan hagsmunaárekstur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er því mikið undir því komið hvernig George W. Bush Bandaríkjaforseti ákveður að breyta Íraksstefnu stjórnar sinnar, en tilkynningar um þá stefnubreytingu kvað vera að vænta á næstu dögum. Lítil von er þó til að sú breytta stefna muni megna að snúa málum til áþreifanlega betri vegar en á horfir. Bush ætti í það minnsta að hafa lært þá lexíu, að lýðræði og réttarríki verður ekki „flutt út" með þeim aðferðum sem hann hefur beitt í Írak hingað til.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun