Skítlegt eðli kvótakerfisins 11. janúar 2007 05:00 Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun