Blekkingar Nolans 11. janúar 2007 10:00 Scarlett Johansson og Hugh Jackman lifa og hrærast í heimi sjónhverfinga í The Prestige. Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla. Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla.
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira