Talsett og döbbuð 13. janúar 2007 15:30 Leikstjórinn Lepage nýtir sér alla möguleika talfæranna. Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. Þar blandar Lepage saman atvikum frá Vínarborg eftir stríðsárin, Niakarakva fyrir byltingu, Kanaríeyjum okkar tíma, Quebec, Þýskalandi og Bretlandi. Það eru níu leikarar sem flytja verkið og koma úr öllum heimsins hornum. Verkið hefur Lepage lagt með þeim. Eins og í fyrri verkum hans býður Ex Machina upp á samruna margra listgreina, en leikflokkinn setti Lepaga á stofn með aðstoð og fjármagni kanadísku ríkisstjórnarinnar fyrir fáum árum. Var honum búin einstök aðstaða í Ottawa, ekki skortir þar fé til tilrauna og úrvinnslu. Þar sitja saman við borð leikhúsmenn og sérfræðingar á tæknisviðum: leikskáld og myndlistarmenn, og koma víða að. Þannig er Lipsynch búin til. Lipsynch notfærir sér ýmis viðmót raddarinnar: talsetningu við hreyfðar varir, eftirátal, sjálfvirkar raddir og heim kvikmynda til að skoða og sýna mátt og máttleysi raddar í vestrænni menningu. Sýningar verða í Newcastle 19.-24. febrúar og er sýningin fjórar og hálf klukkustund í flutningi með hléum. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. Þar blandar Lepage saman atvikum frá Vínarborg eftir stríðsárin, Niakarakva fyrir byltingu, Kanaríeyjum okkar tíma, Quebec, Þýskalandi og Bretlandi. Það eru níu leikarar sem flytja verkið og koma úr öllum heimsins hornum. Verkið hefur Lepage lagt með þeim. Eins og í fyrri verkum hans býður Ex Machina upp á samruna margra listgreina, en leikflokkinn setti Lepaga á stofn með aðstoð og fjármagni kanadísku ríkisstjórnarinnar fyrir fáum árum. Var honum búin einstök aðstaða í Ottawa, ekki skortir þar fé til tilrauna og úrvinnslu. Þar sitja saman við borð leikhúsmenn og sérfræðingar á tæknisviðum: leikskáld og myndlistarmenn, og koma víða að. Þannig er Lipsynch búin til. Lipsynch notfærir sér ýmis viðmót raddarinnar: talsetningu við hreyfðar varir, eftirátal, sjálfvirkar raddir og heim kvikmynda til að skoða og sýna mátt og máttleysi raddar í vestrænni menningu. Sýningar verða í Newcastle 19.-24. febrúar og er sýningin fjórar og hálf klukkustund í flutningi með hléum.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira