The Prestige - Þrjár stjörnur 16. janúar 2007 00:01 The Prestige Fáir leikstjórar hafa gert sig gildandi af álíka slagkrafti og enski leikstjórinn Christopher Nolan, sem kom sér rækilega á kortið með hinni frábæru mynd Memento auk þess sem Leðurblökumaðurinn gekk í endurnýjun lífdaga í hans meðförum. Í þeirri síðari leiddu hann og Christian Bale saman hesta sína og endurtaka nú leikinn í The Prestige, sem er síst til þess fallin að rýra orðstír Nolans sem eins áhugaverðasta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood í dag. The Prestige byggir á samnefndri skáldsögu Christophers Guest og gerist á Englandi um aldamótin 1900. Hún segir frá sjónhverfingamönnunum Alfred Borden og Robert Angier, leiknum af þeim Bale og Hugh Jackman, félögum sem kastast í kekki með svo úr verður hatrömm og stigmagnandi deila þar sem þeir kosta öllu til að stela leyndarmálum hvors annars og jafnvel mannslíf mega missa sín. Um söguþráðinn er annars best minnst að segja, eitt af einkennum Nolans er krefjandi frásagnarháttur sem í þessu tilfelli skiptist í þrennt og fléttast saman eftir því sem á líður. Og virkar fjandi vel lengst framan af. Nolan skapar rafmagnað andrúmsloft (í orðsins fyllstu merkingu) sem magnast upp eftir því sem þráhyggjan bítur sig fastar í keppinautana. Sjónhverfingar skipa eðli málsins samkvæmt stóran sess í myndinni, sem ljær henni meiri dýpt fyrir vikið. Vísbendingarnar eru hins vegar fleiri en villuljósin og of miklu púðri er eytt í að afhjúpa ráðgátuna í lokin sem ólíklegt er að muni skilja nokkurn eftir gapandi af undrun. Bale og Jackman eru í fínu formi í aðalhlutverkunum og myndin er í raun áhugaverðari fyrir karakterstúdíuna en annað. Michael Caine kann sína rullu upp á tíu fingur og Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru fínar í hlutverkum sínum. David Bowie er skemmtilegur í hlutverki hugvitsmannsins Nikola Tesla, en dulúðin sem hefur sveipast í kringum nafn hans og ævistarf nýtist skemmtilega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fáir leikstjórar hafa gert sig gildandi af álíka slagkrafti og enski leikstjórinn Christopher Nolan, sem kom sér rækilega á kortið með hinni frábæru mynd Memento auk þess sem Leðurblökumaðurinn gekk í endurnýjun lífdaga í hans meðförum. Í þeirri síðari leiddu hann og Christian Bale saman hesta sína og endurtaka nú leikinn í The Prestige, sem er síst til þess fallin að rýra orðstír Nolans sem eins áhugaverðasta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood í dag. The Prestige byggir á samnefndri skáldsögu Christophers Guest og gerist á Englandi um aldamótin 1900. Hún segir frá sjónhverfingamönnunum Alfred Borden og Robert Angier, leiknum af þeim Bale og Hugh Jackman, félögum sem kastast í kekki með svo úr verður hatrömm og stigmagnandi deila þar sem þeir kosta öllu til að stela leyndarmálum hvors annars og jafnvel mannslíf mega missa sín. Um söguþráðinn er annars best minnst að segja, eitt af einkennum Nolans er krefjandi frásagnarháttur sem í þessu tilfelli skiptist í þrennt og fléttast saman eftir því sem á líður. Og virkar fjandi vel lengst framan af. Nolan skapar rafmagnað andrúmsloft (í orðsins fyllstu merkingu) sem magnast upp eftir því sem þráhyggjan bítur sig fastar í keppinautana. Sjónhverfingar skipa eðli málsins samkvæmt stóran sess í myndinni, sem ljær henni meiri dýpt fyrir vikið. Vísbendingarnar eru hins vegar fleiri en villuljósin og of miklu púðri er eytt í að afhjúpa ráðgátuna í lokin sem ólíklegt er að muni skilja nokkurn eftir gapandi af undrun. Bale og Jackman eru í fínu formi í aðalhlutverkunum og myndin er í raun áhugaverðari fyrir karakterstúdíuna en annað. Michael Caine kann sína rullu upp á tíu fingur og Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru fínar í hlutverkum sínum. David Bowie er skemmtilegur í hlutverki hugvitsmannsins Nikola Tesla, en dulúðin sem hefur sveipast í kringum nafn hans og ævistarf nýtist skemmtilega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira