Skýrari stefnu um innflytjendamál fyrir kosningar í vor Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2007 00:01 Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun