Hátíðir í Gautaborg, Rotterdam og Berlín 6. febrúar 2007 05:00 Þessa dagana er mikið um dýrðir víða í Evrópu: það er tími stóru kvikmyndahátíðanna í Gautaborg, Rotterdam og framundan er Berlínarhátíðin. Ókunnugum er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig þessar hátíðir leggja undir sig borgarlífið meðan þær standa yfir. Gestum fjölgar mikið í gistihúsum borganna. Auglýsingaefni skreytir götur miðborganna og í dagblöðum, tímaritum og vefritum ýtir efni þeim tengt flestu öðru til hliðar. Þekktar persónur úr kvikmyndabransanum koma til borganna og vekja tilhlýðilega eftirtekt, en minna fer fyrir sölumönnum og kynningarliði sem vinnur sína vinnu bak við tjöldin. Þá eru hátíðahöld svo stórra hátíða hvalreki fyrir áhugamenn um kvikmyndir í viðkomandi borgum, almenningur nýtir sér hvalrekann, hópast á myndir sem margar munu ekki sjást aftur í almennum sýningum kvikmyndahúsa frá fjarlægum stöðum.Stóru hátíðirnarBörn og Foreldrar Féllu í góðan jarðveg hjá gestum i RotterdamHátíðinni í Gautaborg lauk á sunnudag en hún fagnar nú 30 ára afmæli, er nokkru yngri en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík sem Félag kvikmyndagerðarmanna setti á stofn fyrir rúmum þremur áratugum. Á sínum tíma var unnin álitsgerð um mikilvægi slíkra hátíðahalda á vegum viðskiptaráðuneytis og var niðurstaðan skýr: það yrði borg og fyrirtækjum í landinu mikil lyftistöng ef komið væri á fót öflugri kvikmyndahátíð. Í nálægum borgum hafa menn haft svipaðar hugmyndir. Hátíðum fer fjölgandi en hér á landi hafa menn ekki borið gæfu til að koma fótum undir sterka hátíð: hvorki borg, ríki né aðilar í viðskiptalífinu hafa enn áttað sig á því, svo sem Viðskiptaráðið sem þessa dagana fjallar um framtíð í íslensku viðskiptalífi. GautaborgAlls tóku sjö íslenskar myndir þátt í Gautaborgarhátíðinni, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda: Börn og Foreldrar, Anna og skapsveiflurnar, Köld slóð og Astrópía auk kvikmyndanna Hrafninn flýgur og Börn náttúrunnar sem skreyttu 30 ára yfirlitssýningu hátíðarinnar. Foreldrar taka þátt í Nordic Competition ásamt sjö öðrum myndum þar sem keppt er um Drekann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Myndin er einnig á Nordic Film Market (NFM). Börn og Anna og skapsveiflurnar voru í Nordic Light hluta hátíðarinnar þar sem eru um tuttugu nýjar myndir sem hátíðin telur í hópi þess athyglisverðasta sem norrænir kvikmyndagerðarmenn bjóða upp á um þessar mundir. Köld slóð tók þátt í NFM sem er lokaður sölumarkaður tuttugu nýrra mynda. Astrópía var einnig á NFM, sem Work in Progress, ásamt hópi slíkra mynda. Íslensk mynd komst hvergi að í þeim ýmsu verðlaunum sem veitt eru í Gautaborg. Rotterdam-hátíðinni lauk á laugardag: þar voru 97 frumsýningar og sóttu viðburði hátíðarinnar 367 þúsund gestir. Þetta var 36. hátíðin sem haldin er í Rotterdam. Íslenskar myndir á hátíðinni voru tvær, bæði Börn og Foreldrar. Gekk þeim þokkalega í vinsældakosningu gesta, sátu í 11. og 21. sæti. Þar var einnig sýnd samframleiðsla The Last Winter eftir Larry Fessenden og er skráð á Bandaríkin og Ísland. Annarra manna líf eða Das Leben des Anderen var vinsælust mynda í Rotterdam. Þar fengu fjórar myndir Tígurinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, en eru venjulega þrjár. BerlínBerlínarhátíðin hefst á miðvikudag. Þar eru íslenskar myndir á markaði - The European Film Market - með 259 fyrirtækjum frá 46 þjóðlöndum sem sýna 702 kvikmyndir: kaupendur eru skráðir þar 878. Markaðurinn er að stækka. Þeim verður þjónað í 31 kvikmyndahúsi með fjölda sýningarsala. Þýska kvikmyndasafnið mun halda áfram að sýna endurgerð eintök gleymdra kvikmynda á hátíðinni. Nú ber mest á litmynd sem fundin er af frægri mynd dönsku leikkonunnar Ástu Nielsen eftir þá Svend Gade/Heinz Schall sem gerð var í Þýskalandi 1920/21: Hamlet - sem Ásta lék. Var talið að hún væri aðeins til í svart/hvítri gerð. Þar verður einnig sýnt endurgert eintak af fyrstu ítölsku kvikmyndinni sem náði alþjóðadreifingu og frægð Cabaria eftir Giovanni Pastrone frá 1913/14. Hún verður sýnd í lit en einkennist af miklum settum og litadýrð. Bæði talgerð hennar frá 1931 og þögla gerðin eru nú til. Rísandi stjörnurTuttugu og sex nýjar myndir taka þátt í aðalkeppni hátíðarinnar og í Yfirliti, panorama, hátíðarinnar verða fimmtíu nýjar myndir sýndar. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur haft veg og vanda af skipulagi og rekstri norræna bássins í markaðnum í tvö ár en nú fer umsjón hans í hendur Dana. Fátt norrænna mynda er sýnilegt í keppnum í Berlín en þær eru aftur á markaði. Í leikarakynningunni Shooting star er Gísli Örn Garðarsson í kynningu. Er það i tíunda sinn sem kynningin er og verður Ingvar Sigurðsson gestur þar. Sigurjón Sighvatsson er meðal frummælenda á ráðstefnu sem haldin er í tengslum við hátíðina um stöðu evrópskra kvikmynda. Þá er þátttaka Íslendinga í opinberum dagskrárliðum Berlínhátíðarinnar upptalin. -pbb Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þessa dagana er mikið um dýrðir víða í Evrópu: það er tími stóru kvikmyndahátíðanna í Gautaborg, Rotterdam og framundan er Berlínarhátíðin. Ókunnugum er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig þessar hátíðir leggja undir sig borgarlífið meðan þær standa yfir. Gestum fjölgar mikið í gistihúsum borganna. Auglýsingaefni skreytir götur miðborganna og í dagblöðum, tímaritum og vefritum ýtir efni þeim tengt flestu öðru til hliðar. Þekktar persónur úr kvikmyndabransanum koma til borganna og vekja tilhlýðilega eftirtekt, en minna fer fyrir sölumönnum og kynningarliði sem vinnur sína vinnu bak við tjöldin. Þá eru hátíðahöld svo stórra hátíða hvalreki fyrir áhugamenn um kvikmyndir í viðkomandi borgum, almenningur nýtir sér hvalrekann, hópast á myndir sem margar munu ekki sjást aftur í almennum sýningum kvikmyndahúsa frá fjarlægum stöðum.Stóru hátíðirnarBörn og Foreldrar Féllu í góðan jarðveg hjá gestum i RotterdamHátíðinni í Gautaborg lauk á sunnudag en hún fagnar nú 30 ára afmæli, er nokkru yngri en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík sem Félag kvikmyndagerðarmanna setti á stofn fyrir rúmum þremur áratugum. Á sínum tíma var unnin álitsgerð um mikilvægi slíkra hátíðahalda á vegum viðskiptaráðuneytis og var niðurstaðan skýr: það yrði borg og fyrirtækjum í landinu mikil lyftistöng ef komið væri á fót öflugri kvikmyndahátíð. Í nálægum borgum hafa menn haft svipaðar hugmyndir. Hátíðum fer fjölgandi en hér á landi hafa menn ekki borið gæfu til að koma fótum undir sterka hátíð: hvorki borg, ríki né aðilar í viðskiptalífinu hafa enn áttað sig á því, svo sem Viðskiptaráðið sem þessa dagana fjallar um framtíð í íslensku viðskiptalífi. GautaborgAlls tóku sjö íslenskar myndir þátt í Gautaborgarhátíðinni, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda: Börn og Foreldrar, Anna og skapsveiflurnar, Köld slóð og Astrópía auk kvikmyndanna Hrafninn flýgur og Börn náttúrunnar sem skreyttu 30 ára yfirlitssýningu hátíðarinnar. Foreldrar taka þátt í Nordic Competition ásamt sjö öðrum myndum þar sem keppt er um Drekann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Myndin er einnig á Nordic Film Market (NFM). Börn og Anna og skapsveiflurnar voru í Nordic Light hluta hátíðarinnar þar sem eru um tuttugu nýjar myndir sem hátíðin telur í hópi þess athyglisverðasta sem norrænir kvikmyndagerðarmenn bjóða upp á um þessar mundir. Köld slóð tók þátt í NFM sem er lokaður sölumarkaður tuttugu nýrra mynda. Astrópía var einnig á NFM, sem Work in Progress, ásamt hópi slíkra mynda. Íslensk mynd komst hvergi að í þeim ýmsu verðlaunum sem veitt eru í Gautaborg. Rotterdam-hátíðinni lauk á laugardag: þar voru 97 frumsýningar og sóttu viðburði hátíðarinnar 367 þúsund gestir. Þetta var 36. hátíðin sem haldin er í Rotterdam. Íslenskar myndir á hátíðinni voru tvær, bæði Börn og Foreldrar. Gekk þeim þokkalega í vinsældakosningu gesta, sátu í 11. og 21. sæti. Þar var einnig sýnd samframleiðsla The Last Winter eftir Larry Fessenden og er skráð á Bandaríkin og Ísland. Annarra manna líf eða Das Leben des Anderen var vinsælust mynda í Rotterdam. Þar fengu fjórar myndir Tígurinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, en eru venjulega þrjár. BerlínBerlínarhátíðin hefst á miðvikudag. Þar eru íslenskar myndir á markaði - The European Film Market - með 259 fyrirtækjum frá 46 þjóðlöndum sem sýna 702 kvikmyndir: kaupendur eru skráðir þar 878. Markaðurinn er að stækka. Þeim verður þjónað í 31 kvikmyndahúsi með fjölda sýningarsala. Þýska kvikmyndasafnið mun halda áfram að sýna endurgerð eintök gleymdra kvikmynda á hátíðinni. Nú ber mest á litmynd sem fundin er af frægri mynd dönsku leikkonunnar Ástu Nielsen eftir þá Svend Gade/Heinz Schall sem gerð var í Þýskalandi 1920/21: Hamlet - sem Ásta lék. Var talið að hún væri aðeins til í svart/hvítri gerð. Þar verður einnig sýnt endurgert eintak af fyrstu ítölsku kvikmyndinni sem náði alþjóðadreifingu og frægð Cabaria eftir Giovanni Pastrone frá 1913/14. Hún verður sýnd í lit en einkennist af miklum settum og litadýrð. Bæði talgerð hennar frá 1931 og þögla gerðin eru nú til. Rísandi stjörnurTuttugu og sex nýjar myndir taka þátt í aðalkeppni hátíðarinnar og í Yfirliti, panorama, hátíðarinnar verða fimmtíu nýjar myndir sýndar. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur haft veg og vanda af skipulagi og rekstri norræna bássins í markaðnum í tvö ár en nú fer umsjón hans í hendur Dana. Fátt norrænna mynda er sýnilegt í keppnum í Berlín en þær eru aftur á markaði. Í leikarakynningunni Shooting star er Gísli Örn Garðarsson í kynningu. Er það i tíunda sinn sem kynningin er og verður Ingvar Sigurðsson gestur þar. Sigurjón Sighvatsson er meðal frummælenda á ráðstefnu sem haldin er í tengslum við hátíðina um stöðu evrópskra kvikmynda. Þá er þátttaka Íslendinga í opinberum dagskrárliðum Berlínhátíðarinnar upptalin. -pbb
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira