Viðskipti erlent

Bíður dóms vegna ruslpóst

Tveir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og tugmilljóna króna sekt fyrir að senda milljónir ruslpóstskeyta á netinu.
Tveir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og tugmilljóna króna sekt fyrir að senda milljónir ruslpóstskeyta á netinu.

27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum.

Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir.

Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×