Leið til þjóðarsáttar í auðlindamálum Jón Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2007 10:59 Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar