Leið til þjóðarsáttar í auðlindamálum Jón Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2007 10:59 Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar