Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun