Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:32 Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun