Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir 4. mars 2007 07:00 Patrekur Jóhannesson fékk þungt högg í fyrri hálfleik og sneri ekki aftur á völlinn. MYND/Daníel Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu. Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira