Baudrillard látinn 8. mars 2007 09:00 Jean Baudrillard. Hugmyndir hans hafa haft gríðarleg áhrif á nútímahugvísindi. MYND/AFP Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002). Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002).
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira