Starfa reynslunni ríkari í tærum sjó Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. mars 2007 06:30 Guðjón Már Guðjónsson segir stefnt á að hraða enn á vexti fyrirtækisins sem á örfáum árum hefur farið úr því að vera með fimmtán starfsmenn í að vera með 140. Markið er hins vegar sett á tvö þúsund manns. MYND/GVA Industria hlaut nýverið útnefningu viðskiptatímaritsins CNBC Europe sem eitt af fimmtíu framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Fyrirtækið var þar meðal fjögurra annarra í flokki upplýsingatæknifyrir-tækja. Af þeim viðurkenningum sem fyrirtækið hefur fengið segist Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri einna stoltastur af þessari, enda sé hún veitt fyrir nýsköpun. „Við höfum markað okkur þann sess í samkeppni við önnur fyrirtæki af svipuðum toga að búa okkur til markaði með nýjungum og þjónustu. Þannig náum við að starfa og eflast í tærum sjó, fremur en að berjast við marga um hituna í gruggugum sjó.“ Með þessu segir Guðjón að Industria hafi getað verið skrefinu á undan samkeppninni í umhverfi þar sem tekjumyndun sé hagstæðari. Með þetta að leiðarljósi hefur Industria tekist að búa til hágæðahugbúnaðarlausn fyrir stafrænt sjónvarp og tekist í opnum útboðum á evrópska efnahagssvæðinu á við risa á borð við Siemens og haft betur. Í umsögn dómnefndar CNBC Europe segir enda að fyrirtækið gæti reynst eitt það mikilvægasta í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. „Þetta gefur okkur góðan byr í seglin. Þótt við séum aðeins um 140 manna fyrirtæki og þar með í smærra lagi á þessum markaði, höfum við náð að fikra okkur áfram í samkeppni við risana,“ segir Guðjón og bætir við að hafi fyrirtæki ekki að bjóða stór og þekkt vörumerki á borð við Siemens eða Ericsson, þá verði þau að hafa að bjóða mestu gæði og besta verð. „Það höfum við lagt mikla áherslu á.“ Tekjurnar mestar í útlöndumFramtíðin er björt Ljósleiðaratækni og annar sendimáti internetsins er leikvöllur hátæknifyrirtækisins Industria. Framkvæmdastjórinn, Guðón Már Guðjónsson, áður kenndur við OZ, er stoltur af fyrirtæki sínu sem stendur undir sér og hyggur á frekari landvinninga með Zignal-hugbúnaðinum fyrir stafrænar gagnvirkar sjónvarpssendingar. Markaðurinn/GVAAuk þess að búa til og selja hugbúnaðarlausnir fyrir gagnaflutninga stafræns sjónvarps undir merkjum Zignal býður Industria fyrirtækjum og heimilum þjónustu við ljósleiðaravæðingu og uppfærslu fjarskiptabúnaðar. Þá tók Industria að sér að setja hér upp þriðju kynslóðar farsímanet fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. „Ef starfsemi okkar er líkt við ísjaka þá er sýnilegi hlutinn sem upp úr stendur Zignal-hugbúnaðurinn. Meginþorri starfseminnar sem er í kafi og ekki eins sýnilegur er svo öll þessi þjónusta. Þar má segja að sé grunnurinn sem Industria hefur á að byggja og tryggir okkur tekjur til frekari framþróunar,“ segir Guðjón Már. Industria hefur þannig tekið að sér verkefni sem snúa að því að byggja upp tæknilega innviði fyrirtækja til þess að gera alla nýmiðlun gagna mögulega. „Hér á landi og víðar, svo sem á Írlandi, höfum við hjálpað til við að byggja upp þau kerfi sem ráða við sýn okkar um gagnamiðlun. Hér á landi þarf að ljósleiðaravæða og uppfæra fjarskiptakerfi og fleira slíkt.“ Guðjón segir tekjur Industria fyrst og fremst verða til utan landsteinanna, en tækniþjónustan spili þar, líkt og hér, stærsta hlutverkið enn sem komið er. „Við erum með innan við 15 prósent af okkar tekjum héðan.“ Rekstur Industria hefur gengið vel segir Guðjón og telur fyrirtækið þar njóta góðs af fyrri reynslu aðstandenda úr upplýsingatæknigeiranum. Sjálfur var Guðjón áberandi með fyrirtækið OZ á árum áður. „Við höfum náð að auka hagnað um 50 prósent síðustu þrjú árin og höfum verið með reksturinn í hagnaði frá upphafi,“ segir hann og bætir við að frá upphafi hafi mikið púður verið lagt í að skilgreina alla verkferla. „Þegar ég stofnaði Industria var ég alltaf með tvö þúsund manna fyrirtæki í huganum. Nafnið Industria átti líka að endurspegla þá hugsun út á við þegar við vorum bara fimmtán manna félag að gera okkar fyrstu samninga.“ Með því að staðla vöru og þjónustu sem fyrirtækið býður segir Guðjón að tekist hafi að auka bæði hagkvæmni og skilvirkni. Hluti af þeim lausnum sem Industria býður erlendis er ljósleiðaravæðing heimilanna, markaðssett undir heitinu „Digital Living“. „Við höfum selt 45.000 slíkar einingar, þar sem hver eining er tengt hús. Af þeim samningum höfum við þegar afhent 7.000 einingar. Markmið okkar í Evrópu næstu tvö árin er að ná sölunni þarna upp í 200.000 einingar. Nú þegar erum við með undirritaða samninga upp á rétt rúma fjóra milljarða hvað varðar sölu á þessum einingum og það gefur okkur vissulega sterka fótfestu með okkar rekstur og tryggt tekjustreymi. Markmiðið er svo að ná fram aukinni hagræðingu, sveigjanleika og hraða í afhendingu á þessari lausn.“ Internet-staðlar ráðaÍ upphafi reksturs kynnti Indus-tria framtíðarsýn sína á tækniþróun í heiminum og hvar fyrirtækið ætlaði sér að starfa í þeirri framtíð. Að sögn Guðjóns byggir fyrirtækið þannig á þeim samruna sem er að verða á sviði afþreyingar og fjarskipta þar sem gagnamiðlun færist yfir á internetið frá gervihnatta- eða öðrum útvarps- og sjónvarpssendingum, svo sem um örbylgju. „Breytingarnar eru einhverjar þær mestu í þessum iðnaði áratugum saman. Fyrirtæki á afþreyingarmarkaði og aftur á fjarskiptamarkaði eru víðast hvar að endurhugsa þessi viðskiptamódel hvað varðar bæði tekjuöflun og miðlun á efninu.“ Þessa þróun segir Guðjón að hafi fyrst mátt sjá í innkomu Apple á tónlistarmarkað þar sem tónlist er dreift yfir internetið og fólk notar í tölvum sínum og tónlistarspilurum. „Nýjar hljómsveitir selja tónlist á netinu, svo er MySpace og öll þessi bylting tengd tónlistinni. Okkar staða hjá Industria er meira tengd miðlun sjónvarpsefnis. Sýn okkar hefur ávallt verið að þessi miðlun færist í æ meira mæli á netið og við sem dæmi farin að sjá nýjar línur af flötum skjám sem tengja má netinu beint. Þessi þróun á eftir að halda áfram næstu fimm til sjö árin þar sem miðlunin færist yfir á internetið og þá staðla sem þar eru notaðir,“ segir Guðjón og bætir við að Industria hafi unnið markvisst að því að verða sterkt lausnafyrirtæki á þessum markaði. „Í dag hefur iðnaðurinn sætt sig við að taka upp internet-staðla til að miðla efninu og töluverð bylting í því hvað varðar endurskipulag dreifinetsins.“ Guðjón segir sjónvarpsstöðvum dýrt að halda uppi gervihnattanetum og því mikil hagræðing í því fyrir þá sem eiga efni til að miðla að spara sér kostnað í burðarnetinu með því að nýta sér tækni internetsins. Þá segir Guðjón margvíslegan annan virðisauka fólginn í því að nota gagnvirkni internetsins. Þannig geti auglýsendur búið til verðmætari og hnitmiðaðri auglýsingar. „Þannig ættu tekjur fyrirtækja ekki að verða minni um leið og þau spara með nýrri miðlunarleið.“ Ætla að hraða vextiFrá stofnun, fyrir um fjórum árum, hefur Industria vaxið hröðum skrefum, starfsmannafjöldinn tífaldast og fyrirtækið nú með skrifstofur víða um heim. Höfuðstöðvarnar eru hér, en svo er starfsstöð í Dyflinni á Írlandi, ein í Lundúnum, önnur í Sofiu í Búlgaríu og svo nýjasta skrifstofan í Shenzen skammt frá Hong Kong í Kína. „Varðandi Kína og Búlgaríu, svona fyrir utan hversu mikil tækifæri er þar að finna og vöxt í mörkuðum, þá byggðum við þær skrifstofur upp sem þróunarstöðvar þar sem við höfum aðgang að mjög færu vinnuafli og getum í leiðinni aukið hagkvæmni í rekstri.“ Þetta segir hann lið í því að hafa góð tök á kostnaðarmyndun í fyrirtækinu, enda nauðsynlegt þegar slagurinn sé tekinn við risafyrirtæki upplýsingatækni- og fjarskiptaiðnaðarins í heiminum. Engu að síður segir Guðjón að fyrirtækið finni fyrir áhuga á vörum þess í Kína og að óformlegar viðræður standi yfir um afnotarétt og dreifingu við mjög stóra aðila á Kínamarkaði. „Þetta er svo sem spennandi, en engar sérstakar væntingar hjá okkur um niðurstöðu í þessum þreifingum og hvergi gert ráð fyrir sölu og dreifingu á Kínamarkaði í okkar markaðsáætlunum. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Guðjón segir engu að síður að fyrirséður sé aukinn og hraðari vöxtur fyrirtækisins. „Við sjáum fyrir okkur á þessu, eða hugsanlega næsta ári, Bandaríkjamarkað sem vænlegt næsta skref fyrir okkur. Bæði er það vegna menningartengsla og svo eins út af almennum vexti á því svæði.“ Guðjón segir Industria hafa á frábærum grunni að byggja með heilbrigðan rekstur í hagnaði og engar þungar lánabyrðar að standa undir. „Miðað við árangur okkar í dag á tiltölulega skömmum tíma teljum við okkur vera búin að sanna að módelið gangi upp og eigi fullt erindi inn á fleiri og stærri markaðssvæði.“ Hluti af þeirri framsókn segir Guðjón að kunni að felast í því að kaupa smærra fyrirtæki í skyldum rekstri og laga að Industria. Þetta segir hann að gæti gerst á næsta ári. Aðspurður útilokar hann ekki að aukinn hraði í vexti og sókn á stærri markaðssvæði kunni að kalla á aðkomu fjárfesta og þá jafnvel skráningu á markað þegar fram í sækir, en fullsnemmt sé að spá fyrir um það núna. „Þetta eru hlutir sem stjórn og stjórnendur félagsins ígrunda stöðugt, en miðað við núverandi samninga er ekkert aðkallandi á því sviðinu,“ segir Guðjón og telur ákveðið aðhald í rekstrinum fólgið í því að fyrirtækið standi undir sér sjálft án þess að til þurfi að koma utanaðkomandi fjármagn. Svo verði bara að koma í ljós hvenær Industria nær því marki að verða tvö þúsund manna fyrirtæki. „Vonandi næst það bara sem fyrst.“ Viðtöl Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Industria hlaut nýverið útnefningu viðskiptatímaritsins CNBC Europe sem eitt af fimmtíu framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Fyrirtækið var þar meðal fjögurra annarra í flokki upplýsingatæknifyrir-tækja. Af þeim viðurkenningum sem fyrirtækið hefur fengið segist Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri einna stoltastur af þessari, enda sé hún veitt fyrir nýsköpun. „Við höfum markað okkur þann sess í samkeppni við önnur fyrirtæki af svipuðum toga að búa okkur til markaði með nýjungum og þjónustu. Þannig náum við að starfa og eflast í tærum sjó, fremur en að berjast við marga um hituna í gruggugum sjó.“ Með þessu segir Guðjón að Industria hafi getað verið skrefinu á undan samkeppninni í umhverfi þar sem tekjumyndun sé hagstæðari. Með þetta að leiðarljósi hefur Industria tekist að búa til hágæðahugbúnaðarlausn fyrir stafrænt sjónvarp og tekist í opnum útboðum á evrópska efnahagssvæðinu á við risa á borð við Siemens og haft betur. Í umsögn dómnefndar CNBC Europe segir enda að fyrirtækið gæti reynst eitt það mikilvægasta í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu. „Þetta gefur okkur góðan byr í seglin. Þótt við séum aðeins um 140 manna fyrirtæki og þar með í smærra lagi á þessum markaði, höfum við náð að fikra okkur áfram í samkeppni við risana,“ segir Guðjón og bætir við að hafi fyrirtæki ekki að bjóða stór og þekkt vörumerki á borð við Siemens eða Ericsson, þá verði þau að hafa að bjóða mestu gæði og besta verð. „Það höfum við lagt mikla áherslu á.“ Tekjurnar mestar í útlöndumFramtíðin er björt Ljósleiðaratækni og annar sendimáti internetsins er leikvöllur hátæknifyrirtækisins Industria. Framkvæmdastjórinn, Guðón Már Guðjónsson, áður kenndur við OZ, er stoltur af fyrirtæki sínu sem stendur undir sér og hyggur á frekari landvinninga með Zignal-hugbúnaðinum fyrir stafrænar gagnvirkar sjónvarpssendingar. Markaðurinn/GVAAuk þess að búa til og selja hugbúnaðarlausnir fyrir gagnaflutninga stafræns sjónvarps undir merkjum Zignal býður Industria fyrirtækjum og heimilum þjónustu við ljósleiðaravæðingu og uppfærslu fjarskiptabúnaðar. Þá tók Industria að sér að setja hér upp þriðju kynslóðar farsímanet fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. „Ef starfsemi okkar er líkt við ísjaka þá er sýnilegi hlutinn sem upp úr stendur Zignal-hugbúnaðurinn. Meginþorri starfseminnar sem er í kafi og ekki eins sýnilegur er svo öll þessi þjónusta. Þar má segja að sé grunnurinn sem Industria hefur á að byggja og tryggir okkur tekjur til frekari framþróunar,“ segir Guðjón Már. Industria hefur þannig tekið að sér verkefni sem snúa að því að byggja upp tæknilega innviði fyrirtækja til þess að gera alla nýmiðlun gagna mögulega. „Hér á landi og víðar, svo sem á Írlandi, höfum við hjálpað til við að byggja upp þau kerfi sem ráða við sýn okkar um gagnamiðlun. Hér á landi þarf að ljósleiðaravæða og uppfæra fjarskiptakerfi og fleira slíkt.“ Guðjón segir tekjur Industria fyrst og fremst verða til utan landsteinanna, en tækniþjónustan spili þar, líkt og hér, stærsta hlutverkið enn sem komið er. „Við erum með innan við 15 prósent af okkar tekjum héðan.“ Rekstur Industria hefur gengið vel segir Guðjón og telur fyrirtækið þar njóta góðs af fyrri reynslu aðstandenda úr upplýsingatæknigeiranum. Sjálfur var Guðjón áberandi með fyrirtækið OZ á árum áður. „Við höfum náð að auka hagnað um 50 prósent síðustu þrjú árin og höfum verið með reksturinn í hagnaði frá upphafi,“ segir hann og bætir við að frá upphafi hafi mikið púður verið lagt í að skilgreina alla verkferla. „Þegar ég stofnaði Industria var ég alltaf með tvö þúsund manna fyrirtæki í huganum. Nafnið Industria átti líka að endurspegla þá hugsun út á við þegar við vorum bara fimmtán manna félag að gera okkar fyrstu samninga.“ Með því að staðla vöru og þjónustu sem fyrirtækið býður segir Guðjón að tekist hafi að auka bæði hagkvæmni og skilvirkni. Hluti af þeim lausnum sem Industria býður erlendis er ljósleiðaravæðing heimilanna, markaðssett undir heitinu „Digital Living“. „Við höfum selt 45.000 slíkar einingar, þar sem hver eining er tengt hús. Af þeim samningum höfum við þegar afhent 7.000 einingar. Markmið okkar í Evrópu næstu tvö árin er að ná sölunni þarna upp í 200.000 einingar. Nú þegar erum við með undirritaða samninga upp á rétt rúma fjóra milljarða hvað varðar sölu á þessum einingum og það gefur okkur vissulega sterka fótfestu með okkar rekstur og tryggt tekjustreymi. Markmiðið er svo að ná fram aukinni hagræðingu, sveigjanleika og hraða í afhendingu á þessari lausn.“ Internet-staðlar ráðaÍ upphafi reksturs kynnti Indus-tria framtíðarsýn sína á tækniþróun í heiminum og hvar fyrirtækið ætlaði sér að starfa í þeirri framtíð. Að sögn Guðjóns byggir fyrirtækið þannig á þeim samruna sem er að verða á sviði afþreyingar og fjarskipta þar sem gagnamiðlun færist yfir á internetið frá gervihnatta- eða öðrum útvarps- og sjónvarpssendingum, svo sem um örbylgju. „Breytingarnar eru einhverjar þær mestu í þessum iðnaði áratugum saman. Fyrirtæki á afþreyingarmarkaði og aftur á fjarskiptamarkaði eru víðast hvar að endurhugsa þessi viðskiptamódel hvað varðar bæði tekjuöflun og miðlun á efninu.“ Þessa þróun segir Guðjón að hafi fyrst mátt sjá í innkomu Apple á tónlistarmarkað þar sem tónlist er dreift yfir internetið og fólk notar í tölvum sínum og tónlistarspilurum. „Nýjar hljómsveitir selja tónlist á netinu, svo er MySpace og öll þessi bylting tengd tónlistinni. Okkar staða hjá Industria er meira tengd miðlun sjónvarpsefnis. Sýn okkar hefur ávallt verið að þessi miðlun færist í æ meira mæli á netið og við sem dæmi farin að sjá nýjar línur af flötum skjám sem tengja má netinu beint. Þessi þróun á eftir að halda áfram næstu fimm til sjö árin þar sem miðlunin færist yfir á internetið og þá staðla sem þar eru notaðir,“ segir Guðjón og bætir við að Industria hafi unnið markvisst að því að verða sterkt lausnafyrirtæki á þessum markaði. „Í dag hefur iðnaðurinn sætt sig við að taka upp internet-staðla til að miðla efninu og töluverð bylting í því hvað varðar endurskipulag dreifinetsins.“ Guðjón segir sjónvarpsstöðvum dýrt að halda uppi gervihnattanetum og því mikil hagræðing í því fyrir þá sem eiga efni til að miðla að spara sér kostnað í burðarnetinu með því að nýta sér tækni internetsins. Þá segir Guðjón margvíslegan annan virðisauka fólginn í því að nota gagnvirkni internetsins. Þannig geti auglýsendur búið til verðmætari og hnitmiðaðri auglýsingar. „Þannig ættu tekjur fyrirtækja ekki að verða minni um leið og þau spara með nýrri miðlunarleið.“ Ætla að hraða vextiFrá stofnun, fyrir um fjórum árum, hefur Industria vaxið hröðum skrefum, starfsmannafjöldinn tífaldast og fyrirtækið nú með skrifstofur víða um heim. Höfuðstöðvarnar eru hér, en svo er starfsstöð í Dyflinni á Írlandi, ein í Lundúnum, önnur í Sofiu í Búlgaríu og svo nýjasta skrifstofan í Shenzen skammt frá Hong Kong í Kína. „Varðandi Kína og Búlgaríu, svona fyrir utan hversu mikil tækifæri er þar að finna og vöxt í mörkuðum, þá byggðum við þær skrifstofur upp sem þróunarstöðvar þar sem við höfum aðgang að mjög færu vinnuafli og getum í leiðinni aukið hagkvæmni í rekstri.“ Þetta segir hann lið í því að hafa góð tök á kostnaðarmyndun í fyrirtækinu, enda nauðsynlegt þegar slagurinn sé tekinn við risafyrirtæki upplýsingatækni- og fjarskiptaiðnaðarins í heiminum. Engu að síður segir Guðjón að fyrirtækið finni fyrir áhuga á vörum þess í Kína og að óformlegar viðræður standi yfir um afnotarétt og dreifingu við mjög stóra aðila á Kínamarkaði. „Þetta er svo sem spennandi, en engar sérstakar væntingar hjá okkur um niðurstöðu í þessum þreifingum og hvergi gert ráð fyrir sölu og dreifingu á Kínamarkaði í okkar markaðsáætlunum. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Guðjón segir engu að síður að fyrirséður sé aukinn og hraðari vöxtur fyrirtækisins. „Við sjáum fyrir okkur á þessu, eða hugsanlega næsta ári, Bandaríkjamarkað sem vænlegt næsta skref fyrir okkur. Bæði er það vegna menningartengsla og svo eins út af almennum vexti á því svæði.“ Guðjón segir Industria hafa á frábærum grunni að byggja með heilbrigðan rekstur í hagnaði og engar þungar lánabyrðar að standa undir. „Miðað við árangur okkar í dag á tiltölulega skömmum tíma teljum við okkur vera búin að sanna að módelið gangi upp og eigi fullt erindi inn á fleiri og stærri markaðssvæði.“ Hluti af þeirri framsókn segir Guðjón að kunni að felast í því að kaupa smærra fyrirtæki í skyldum rekstri og laga að Industria. Þetta segir hann að gæti gerst á næsta ári. Aðspurður útilokar hann ekki að aukinn hraði í vexti og sókn á stærri markaðssvæði kunni að kalla á aðkomu fjárfesta og þá jafnvel skráningu á markað þegar fram í sækir, en fullsnemmt sé að spá fyrir um það núna. „Þetta eru hlutir sem stjórn og stjórnendur félagsins ígrunda stöðugt, en miðað við núverandi samninga er ekkert aðkallandi á því sviðinu,“ segir Guðjón og telur ákveðið aðhald í rekstrinum fólgið í því að fyrirtækið standi undir sér sjálft án þess að til þurfi að koma utanaðkomandi fjármagn. Svo verði bara að koma í ljós hvenær Industria nær því marki að verða tvö þúsund manna fyrirtæki. „Vonandi næst það bara sem fyrst.“
Viðtöl Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira