Í víngerð er engin rómantík 21. mars 2007 00:01 Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira