Dagur vatnsins 22. mars 2007 05:00 Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun