Hvað hefur maðurinn að fela? 22. mars 2007 05:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar