Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk 28. mars 2007 05:30 Jónas Björgvin Antonsson. Netfyrirtækið Gogogic vinnur að þróun fjölspilunartölvuleiks sem er blanda af einföldum tölvuleikjum og stórum fjölspilunarleikjum. Stjórnarformaður Gogogic segir leikinn henta þeim sem ekki hafi tíma fyrir stóra fjölspilunarleiki. MYND/Anton Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann. Undir smásjánni Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann.
Undir smásjánni Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent